Jónas Sig og Ritvélarnar halda tónleika á Kaffi Rauđku í kvöld

Jónas Sig og Ritvélarnar halda tónleika á Kaffi Rauđku í kvöld Jónas Sig og Ritvélarnar halda tónleika á Kaffi Rauđku í kvöld, föstudaginn 21. nóvember.

Fréttir

Jónas Sig og Ritvélarnar halda tónleika á Kaffi Rauđku í kvöld

Jónas Sig og Ritvélarnar halda tónleika á Kaffi Rauðku í kvöld, föstudaginn 21. nóvember. Húsið opnar kl 21:00 og tónleikarnir hefjast kl 22:00. Miðaverð er 2.500 kr og aldurstakmark er 18 ár. Forsala á kaffihúsinu.

Jónas Sigurðsson stimplaði sig inn í íslenskt tónlistarlíf árið 2007 þegar að hann gaf út sína fyrstu sólóplötu. Áður hafði hann þó vakið athygli landsmanna með hljómsveitinni Sólstrandargæjum. Önnur breiðskífa Jónasar kom út árið 2010 en hana vann hann í samstarfi við hljómsveitina sína Ritvélar framtíðarinnar. Þriðja plata Jónasar kom út árið 2012 og var hún unnin í samstarfi við Lúðrasveit Þorlákshafnar. 

Sumarið 2013 var Jónas einn af áhafnarmeðlimum Húna II og er hann einnig í hljómsveitinni Dröngum ásamt Mugison og Ómari Guðjóns. 

Þessa dagana er Jónas að vinna með leikhóp að uppsetningu á leikritinu Útlenski drengurinn sem frumsýnd verður 15. nóvember, en þar er tónlistin og hljóðheimurin í höndum Jónasar. 

Athugasemdir

24.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst