Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins 2009

Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins 2009 Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins verður haldin laugardaginn 20. júní nk.Þá verða haldnir hinir vinsælu tónleikar

Fréttir

Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins 2009

Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins verður haldin laugardaginn 20. júní nk.
Þá verða haldnir hinir vinsælu tónleikar Á frívaktinni með Ragga Bjarna sem aðal söngvara. Um miðjan dag verður sagnamannafundur þar sem að sagðar verða sögur úr síldarbænum. Í tengslum við tónleikana gefst gestum færi á að senda inn kveðjur sem lesnar verða með óskalögum. Vinsamlegast sendið kveðjur á netfangið: safn@sild.is fyrir fimmtudaginn 18. júní.
Nánar um dagskrá Jónsmessuhátíðarinnar hér á eftir.

Bátahúsið kl. 14 – Sagnamannaþing - Sögur úr síldarbænum.
Sögumenn: Ragnar Bjarnason, Ragnar Páll Einarsson, Hannes Baldvinsson, Páll Helgason, Örlygur Kristfinnsson og etv. fleiri
Fundarstjóri: Ómar Hauksson.
 
Bátahúsið kl. 20.30 – Á frívaktinni - óskalagaþáttur sjómanna “í beinni útsendingu”
Hljómsveitin Stúlli og Stúararnir með Ragga Bjarna og gestasöngvurunum Mundínu Bjarnadóttur, Birgi Ingimarssyni, Birni Val Gíslasyni, Birni Sveinssyni, Friðfinni Haukssyni og Þórarni Hannessyni.
Hljómsveitina skipa: Sturlaugur Kiristjánsson hjarmónika og hljómborð, Ragnar Páll gítar, Óttar Sæmundsen kontrabassi og Dúi Benediktsson trommur og söngur.
Bryggjusöngvar - fjöldasöngur.

Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst