Kæri veiðimaður
sksiglo.is | Almennt | 28.11.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 524 | Athugasemdir ( )
Áttu nokkuð bleikju í frystinum?
Ef svo er þá langar mig að biðja
þig um smá aðstoð.
Þannig er að til rannsókna vantar mig
talsvert af bleikjusýnum, helst bleikjuhausum.
Ef þú átt bleikju og ert til í
að aðstoða mig, hafðu þá endilega samband, ég mæti á svæðið og tek sýnið. Það þarf ekki að
afþíða fiskinn - við tökum hann bara úr frystinum í fimm mínútur og ég tek sýnið.
Ég get ekkert greitt fyrir aðstoðina,
framlag til vísinda og einlægt þakklæti verða að duga:)
Sýnin sem ég tek eru
tvennskonar:
1) Bleikjuhausar, þá þurfa
að vera til staðar upplýsingar um veiðiá og möguleiki á að lengdarmæla fiskinn. (Ekki væri verra að hafa
upplýsingar um veiðidag og kyn).
Kvarnir úr bleikjuhausunum eru svo notaðar til aldursgreiningar sem yfirfæra má á lengdarflokka, sem aftur má nota til að setja upp stofnstærðarpælingu í VPA.
Kvarnir úr bleikjuhausunum eru svo notaðar til aldursgreiningar sem yfirfæra má á lengdarflokka, sem aftur má nota til að setja upp stofnstærðarpælingu í VPA.
2) Örlítið sýni úr
fiskinum, helst úr vöðva eða úr hausnum. Upplýsingar um veiðiá verða að liggja fyrir. Sýnin eru notuð í
DNA-greiningu til að kortleggja skyldleika sjóbleikjustofna en það er rannsókn á vegum Líf- og umhverfisvísindadeildar HÍ.
p.s. þú mátt gjarnan hafa mig í
huga fyrir næstur sumur, mig vantar talsvert af sýnum á næstu árum:)
Hér má svo lesa meira um þessar og fyrri rannsóknir mínar.
Athugasemdir