DRASLKAFFI opnar á Sigló!

DRASLKAFFI opnar á Sigló! "GLÖGGT ER GESTS AUGAÐ!" Er hægt að búa til Kaffihús og sérhönnuð húsgögn úr drasli? Já. Og samtímis talar þetta allt

Fréttir

DRASLKAFFI opnar á Sigló!

DRASLKaffi  við Öldubrjót!
DRASLKaffi við Öldubrjót!

"GLÖGGT ER GESTS AUGAÐ!"

Er hægt að búa til Kaffihús og sérhönnuð húsgögn úr drasli?

Já. Og samtímis talar þetta allt saman til okkar á einhvern undarlegan hátt.

Spyr okkur spurninga eins og:
Hvernig kom allt þetta drasl hingað?
Hefur einhver bara gleymt þessu dóti hér?

Fyrstur kemur! Fyrstur fær!

Komdu bara og sæktu draslið þitt, fáðu þér kaffi, það er sjálfafgreiðsla, njóttu útsýnisins úr útsýnisturninum, kíktu í norður og sjáður fólk  hrópa:

"Hjálp! Við erum að drukkna í drasli."

 Ég segi bara SNILD! Ruslið út við Öldubrjót hefur aldrei verið fallegra!

Þetta er bara eitt af þeim sköpunarverkum sem ungt fólk frá REITIR skyldu eftir sig í bænum, okkur öllum til mikillar ánægju.

Myndirnar hér fyrir neðan spara þér sporin með að fara niður að Öldubrjót, en ekki missa af þessu. Sjón er sögu ríkari! 

Tapað og fundið! 

Sérhönnuð húsgögn! Dugir ekkert minna í kaffihúsa bransanum í dag.

Frá opnun Draslkaffi í gær. (Laugardag 12/7)

Sjálfsafgreiðsla! Nýjung í Kaffihúsa bransanum. 

Séð í norður úr útsýnisturni Draslkaffis. "Bjargið okkur! Við erum að drukkna í drasli.

"Stríðsfréttamynd?" Nei, bara hið fagra útsýni sem er í boði hjá Draslkaffi.

Sérhannaður þægilegur nuddsófi með netakúlum í fallegum lit.

Myndir og texti:
NB 


Athugasemdir

21.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst