Kaffi Rauđka - Tónleikar - Stebbi og Eyfi

Kaffi Rauđka - Tónleikar - Stebbi og Eyfi Stebba og Eyfa ţarf vart ađ kynna fyrir landanum en ţeir halda til Siglufjarđar fimmtudaginn 10. maí ţar sem

Fréttir

Kaffi Rauđka - Tónleikar - Stebbi og Eyfi

Stebba og Eyfa ţarf vart ađ kynna fyrir landanum en ţeir halda til Siglufjarđar fimmtudaginn 10. maí ţar sem ţeir munu trođa upp á Kaffi Rauđku.

Ţeir félagar eru međal ţeirra tónlistamanna sem veriđ hafa einna mest áberandi í íslensku tónlistalífi allt frá ţví á síđustu öld og hafa túrađ reglulega saman frá ţví áriđ 2007. Hver man ekki eftir ţví ţegar ţeir slógu í gegn saman međ laginu um Nínu í Eurovision.





Stebbi og Eyfi hafa spilađ og sungiđ saman allt frá árinu 1988 og hefur lifandi flutningur veriđ ţeirra ađalsmerki.

Eyjólfur Kristjánsson hefur veriđ atvinnutónlistarmađur síđan 1982. Eftir Eyjólf liggur býsnin öll af lögum og textum, sem hljómađ hafa á öldum ljósvakans í yfir 25 ár. Eyjólfur hefur gefiđ út 6 sólóplötur á ferlinum, og nú í ágúst s.l. kom út geisladiskurinn “Sýnir”, sem inniheldur lög Bergţóru Árnadóttur í útsetningum Eyjólfs. Eyjólfur hefur einnig sent frá sér lög og hljómplötur međ hljómsveitum sínum “Hálft í hvoru” og “Bítlavinafélaginu”. Međal ţekktari laga Eyjólfs eru t.d. “Ég lifi í draumi”, “Álfheiđur Björk”, “Danska lagiđ”, “Dagar” og “Draumur um Nínu”, en ţađ lag flytja ţeir saman Eyjólfur og Stefán Hilmarsson og hefur ţađ lengi veriđ eitt allra vinsćlasta dćgurlag á Íslandi.


Stefán Hilmarsson kom fyrst fram á sjónarsviđ tónlistarbransans áriđ 1987 međ hljómsveit sinni “Sniglabandinu”. Áriđ 1988 var  “Sálin hans Jóns míns” stofnuđ og hljómsveitin hefur spilađ međ hléum síđan ţá, gefiđ út fjöldann allan af hljómplötum og gerir enn. Stefán er einn allra fremsti textasmiđur dćgurtónlistarinnar og eftir hann liggja fjölmargir textar á hljómplötum bćđi í eigin flutningi og annarra. Međal ţekktustu texta Stefáns eru t.d. “Hvar er draumurinn”, “Líf”, “Undir ţínum áhrifum”, “Ţú fullkomnar mig” o.m.fl. Stefán hefur einnig gefiđ út 3 sólóplötur og áriđ 2006 kom út platan “Nokkrar notalegar ábreiđur”, sem var samstarfsverkefni ţeirra Stefáns og Eyjólfs Kristjánssonar.



Athugasemdir

12.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörđur
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgiđ okkur á Facebook eđa Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst