F-103. Jeep Willys
sksiglo.is | Almennt | 30.04.2014 | 14:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 653 | Athugasemdir ( )
Undanfarið hafa Gunnar Júlíusson og félagar í Dótakassanum
verið að taka gamlan Jeep Willys árgerð 1946 í gegn fyrir Síldarminjasafnið.
Bíllinn var í eigu Kalla og Hjartar Gull á sínum tíma. Ættingjar
þeirra gáfu svo Síldarminjasafninu bílinn til varðveislu.
Sigþóra Gústafsdóttir tók nokkrar myndir fyrir mig af því
þegar Ingvar Á. Guðmundsson málari var að undirbúa bílinn fyrir málningu.
Hér er svo slóð á flicker síðu fyrir F103 en það er
bílnúmerið á bílnum og alveg hellingur af myndum sem gaman er að skoða. https://www.flickr.com/photos/f103
Athugasemdir