Katrín Helga Hallgrímsdóttir

Katrín Helga Hallgrímsdóttir Það er erfitt ár í vændum. Í stað þess að hjakkast á því hvað allt verður hrikalegt á næsta ári ætla ég á þessum öðrum degi

Fréttir

Katrín Helga Hallgrímsdóttir

Katrín Helga Hallgrímsdóttir
Katrín Helga Hallgrímsdóttir
Það er erfitt ár í vændum. Í stað þess að hjakkast á því hvað allt verður hrikalegt á næsta ári ætla ég á þessum öðrum degi jóla að miðla til ykkar boðskap Pollýönnu, stelpunni sem kom öllum í gott skap. Við munum þurfa á hressilegum skammti af þeim boðskap að halda á næstu misserum.

Pollýanna, hafði misst bæði pabba sinn og mömmu og átti engan að nema eina fúla frænku sem vildi sem minnst af henni vita. Eftir að Pollýanna flutti til frænku sinnar tókst henni á undraskjótan hátt að dreifa gleðinni í kringum sig þannig að brátt vissu allir þorpsbúar hver hún var. Og meira en það, þeir sem voru veikir og vonlitlir öðluðust von, brostin hjörtu fundu aftur ástina og fólk sem hafði ekki talað og brosað í mörg ár vaknaði aftur til lífsins. Pllýanna kom þessu öllu til leiðar með gleði og brosi, en ekki síst með leiknum sem hún kenndi öllum sem á vegi hennar urðu. Leikurinn að vera glaður. Leikurinn er í því fólginn að finna eitthvað í öllum hlutum til að vera glaður yfir.


Leikurinn byrjaði þannig að Pollýönnu langaði ósköp mikið í brúðu og faðir hennar skrifaði bréf til kristniboðsfélagsins um þessa ósk. En þegar pakkinn frá kristniboðsfélaginu kom, var ekki í honum brúða heldur hækjur. Þá kenndi pabbi hennar henni leikinn. Pollýanna átti í vandræðum með að finna eitthvað til að gleðjast yfir þegar hún hafði fengið hækjur en ekki brúðu, eins og hana langaði í. En pabbi hennar hafði lausnina; hún gat glaðst yfir því að þurfa ekki á þeim að halda.

Þótt erfiðleikarnir hverfi ekki við að leika leikinn þá er auðveldara að takast á við þá. Svo fer líka miklu minni orka í að brosa en að ygla sig. Gamall sannleikur sem á alltaf við og aldrei meir en nú.

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.

Athugasemdir

10.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst