Keðjuverkandi verkefni

Keðjuverkandi verkefni Aflþynnuverksmiðja Becromal á Akureyri (á Krossanesi) var fyrir stuttu ræst, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Uppsetningu

Fréttir

Keðjuverkandi verkefni

Á myndinni hér er Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri SR-Vélaverkastæðis við platta númer tvö.
Á myndinni hér er Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri SR-Vélaverkastæðis við platta númer tvö.
Aflþynnuverksmiðja Becromal á Akureyri (á Krossanesi) var fyrir stuttu ræst, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Uppsetningu verksmiðjunnar er þó ekki lokið að fullu.

Hjá SR-Vélverkstæði á Siglufirði hafa starfsmenn að undanförnu unnið við allskonar röravinnu í tengslum við verksmiðjuna.
Það hefur ekki verið nein tilviljun að SR-Vélaverkstæði fékk verkefnið sem er mikið, vinnu við um 1,3 kílómetra af allskonar ryðfríum rörum með stútum, flöngsum og fleiru, því starfsmenn verkstæðisins voru frumkvöðlar á Íslandi við vinnu á slíkum rörum og öðru ryðfríu stáli, og þar eru og hafa verið úrvals menn að störfum, margir þeirra með marga áratuga reynslu í meðferð og smíði úr ryðfríu stáli.

Sksiglo leit við hjá þeim í dag þar sem rétt var lokið við að lesta einn af plöttum sem flytja átti til Akureyrar í gær, en þetta er annar plattinn af fleirum sem eftir er að lesta.

Þarna eru Heimir Birgisson suðumaður, og Hersteinn Karlsson við að sýrubera suðu sem verður eftir meðhöndlun samlit stálinu


Hilmar Elefsen leit aðeins upp frá verkinu, en hann hefur vel á annan tug ára reynslu við suðu á ryðfríu stá

Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst