Keppt í stórhríð

Keppt í stórhríð Mark Duffield þjálfari 3 fl. karla hélt með drengina í æfingaferð suður til Reykjavíkur síðasta föstudag en eins og áður hefur verið sagt

Fréttir

Keppt í stórhríð


Mark Duffield þjálfari 3 fl. karla hélt með drengina í æfingaferð suður til Reykjavíkur síðasta föstudag en eins og áður hefur verið sagt frá hér á vefnum eru þeir duglegir að fara í æfingaferðir út og suður. Það sem var kannski undarlegt við þessa ferð var á meðan leik þeirra við Gróttu var grenjandi stórhríð en sumarblíða hér á Siglufirði.




Drengjunum var þó hugsað til Skarðsprinsins og ætluðu að taka snjó í poka heim. Lið KS/Hvöt/Tindastóll sigruðu lærisveina Sigga Helga í Gróttu 1-3 en töpuðu svo fyrir liði ÍR 5-2 á laugardeginum. Tinna sendi okkur þessar myndir sem voru teknar á meðan á leiknum við Gróttu stóð.

Aðstæður voru kannski ekki þær bestu veðurlega séð.



Karlinn stóð sína vakt á hliðarlínunni og Pálmar Liverpoolmaður fylgist með.



Berta og Alla var ekki kalt.



Sumum kalt en öðrum ekki.



Flóðlýstur gerfigrasvöllurinn hjá Gróttu, en það var draumur hjá mörgum að svona yrði malarvöllurinn hér á Siglufirði en nei nú skal byggja á honum.



Hressir strákar.






Athugasemdir

16.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst