Kjaftur á keilunni !
Ég hef yfirleitt gaman að lesa það sem hún Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar. Meira segja það sem hún skrifaði í Mogggann um helgina.
Þar
tekur hún Sjálfstæðisflokkinn á hné sér. Rassskellir 1600 fulltrúa á
Landsfundi Sjálfstæðisflokksins, mig með, fyrir að deila ekki skoðunum
hennar og meðkrata, á nauðsyn þess að ganga í Evrópusambandið. Við séum
lummó einangrunarsinnar og eigum að breyta því strax ef flokkurinn eigi
yfirleitt að lifa. Og aumingja formaðurinn okkar, hann er ekki
beysinn og veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga. Hún Kolbrún getur
sagt okkur til, hún hefur formúluna að því sem Sjálfstæðisflokknum er
fyrir bestu. Alþjóðahyggju, ESB og væntanlega fleiri innflyjendur. Við
vorum ágætir að samþykkja NATÓ á sínum tíma en síðan ekki söguna meir.
Við erum bara orðnir einhver tegund af Framsóknarsveitakommum ef ég
skil hana rétt.
Ég upplifði þennan landsfund þannig, að svona 95 % fulltrúanna væru á móti því að sækja um aðild að ESB. Við vildum láta þjóðina greiða atkvæðum um aðildarumsókn. Séra Þórir og Benedikt Jóhannesson eru eiginlega þeir einu sem höfðu við orð að ganga á dyr vegna þessa. Ragnheiður Ríkharðsdóttir hefur líklega verið með þeim í anda og Þorgerður varaformaður flokksins ekki heldur verið búin að átta sig á því hvað starfinu fylgir. Og auðvitað er Dr.Villi staðfastur með sínum vinnuveitendum. En meðaljónarnir eins og ég og Hrafn Gunnlaugsson, við vöðum víst í villu og svíma. Það er víst vitleysa að trúa á landið og þjóðina frekar en Brüsselskt krataveldi.
Mikið var annars slæmt að Kolbrún skyldi ekki vera á landsfundinum. Þá hefði þetta litið allt öðru vísi út. Það hlýtur að bráðvanta fleiri kratakellingar í þennan flokk ef hann á eiga lífsvon og losna úr heimóttarskapnum og komast inní nútímann. Ég vona bara að Kolbrún geti sagt formanninum hvað hann á að gera í Icesave málinu, hann veit það víst ekki sjálfur frekar en annað eftir því sem mér skilst á Kolbrúnu.
Það er víst kjaftur á keilunni segja þeir!
Athugasemdir