Klæðin tekin af
Klæðin hafa nú verið tekin af stærstum hluta gamla Ísafold, og við blasir stórglæsilegt nýtt hús Genís. Ótrúleg breyting hefur orðið á húsinu á síðastliðnum vikum enda hefur verið lögð í það mikil vinna.
Húsið sem nú hefur að geima skrifstofur og ransóknarstofu Genís hefur haft ýmis hlutverk í gegnum tíðina. Frystihús, beitningaraðstaða, skrifstofur og verðbúðir eru meðal þeirra hlutverka sem það hefur gegnt. Á efri hæð hússins, ofan á frystunum æfðu einnig einhverjar Siglfirskar unglingahljómsveitir og væri gaman ef einhverjir gætu sagt okkur betur frá því ævintýri hér á síðunni en það hefur án efa verið mikið gaman.
Athugasemdir