Knattspyrnumenn að gera góða hluti
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 20.08.2010 | 10:21 | Bergþór Morthens | Lestrar 634 | Athugasemdir ( )
Siglfirðingunum Bjarna Mark Antonssyni, Hermanni Inga Jónssyni og Ólafsfirðingnum Hólmari Skúlasyni hefur hefur verið boðið á landsliðsæfingar hjá undir 17 ára landsliðinu.
Þetta er mikill heiður fyrir strákana og munu æfingarnar fara fram á Laugarvatni um helgina. Með þeim í för er Mark Duffield, þjálfari þeirra og kemur hann til með að stýra æfingum hjá einum landsliðshóp um helgina.
Þetta er einnig mikil viðurkenning á góðu starfi Marks með yngri flokkana. það er greinilega tekið eftir góðum árangri ungra knattspyrnumanna í Fjallabyggð.
Athugasemdir