Knattspyrnuskóli Grétars Rafns

Knattspyrnuskóli Grétars Rafns Knattspyrnuskóli Grétars Rafns Steinssonar verður haldinn í fjórða sinn nú í sumar á Siglufirði. Skráning er hafin á

Fréttir

Knattspyrnuskóli Grétars Rafns

Knattspyrnuskóli Grétars Rafns Steinssonar verður haldinn í fjórða sinn nú í sumar á Siglufirði. Skráning er hafin á gretarrafnsteinsson.is. Skólinn hefst mánudaginn 13 júní og lýkur föstudaginn 17 júní. Líkt og undanfarin ár verða þjálfarar frá knattspyrnuakademíunni hjá Bolton Wanderes en svo munu fleiri góðir gestir/knattspyrnumenn mæta á svæðið en það verður auglýst síðar.

Þátttökualdur í skólann eru þeir sem fæddir eru á árinu 1993 til 2002.

Líkt og undanfarin ár verður lögð áhersla á fjölbreyttar æfingar, hollt mataræði, hvað hægt er að gera til að verða atvinnumaður í knattspyrnu og hvað þarf til. Gisting verður að Hóli fyrir þá sem það vilja meðan húsrúm leyfir. Reynt verður að ná hagstæðum samningum við veitingarhús bæjarins vegna kvöldmatar og morgunmatur á Hóli verður á kotnaðarverði. Að sjálfsögðu verður gæsla allan tímann á Hóli. Námskeiðisgjald er 20.000 kr. og innifalið í því verður Knattspyrnuskólinn, hollur hádegismatur, fræðsla í næringarfræði, vallarnesti, gjöf frá Grétari Rafni, frítt í sund og frábærir dagar í Siglufirði.

Athugasemdir

12.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst