Konur eiga orðið - allan ársins hring

Konur eiga orðið - allan ársins hring Góð bók fyrir skipulagið og skapið. "Konur eiga orðið - allan ársins hring" er heiti á nýútkominni dagatalsbók

Fréttir

Konur eiga orðið - allan ársins hring

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir
Góð bók fyrir skipulagið og skapið.

"Konur eiga orðið - allan ársins hring" er heiti á nýútkominni dagatalsbók fyrir árið 2011. Útgefandi er Salka forlag og ritstjóri Kristín Birgisdóttir. Bókin er nýstárleg, listræn og handhæg. Skemmtilega "öðruvísi".  Í bókinni er byrjun hverrar viku og mánaðar með hugleiðingum eftir konur á öllum aldri.  Myrra Leifsdóttir hannar bókina, teiknar myndir við hugleiðingarnar og velur ljósmyndir við sumar þeirra.

dagatal 2011 Samanlagt leggja 80 konur hönd á plóginn við gerð hverrar bókar. Eina skilyrðið til að eiga orðið í bókinni er að skrifa frá eigin brjósti. Viðfangsefnin í gegnum árin hafa verið eins ólík og þau eru mörg, má þar til dæmis nefna jafnrétti, ástina í öllum sínum myndum, umhverfisvernd, listina, áttavita, súkkulaði og hælaháa skó!

Hver dagatalsbók er barn síns árs. Um sérstöðu bókarinnar hefur  Kría (Kristín Birgisdóttir) ritstjóri, þetta að segja í formála hennar:

Helsta sérstaða þessarar dagatalsbókar í gegnum tíðina hefur verið sú að hér er hægt að hlera stemmningu nútímans og hvað konum er hugleikið. Því verð ég að viðurkenna að þetta árið bjóst ég við fleiri hugleiðingum tengdum þeim samfélagsbreytingum sem við undanfarið höfum gengið í gegnum, þegar undirstaða þess samfélags sem við þekktum brast. En í staðinn virðast höfundar vilja tala um það sem eftir stendur þegar rýkur úr rústum. Það erum við, mannfólkið og okkar samskipti, lífssýn, væntingar og þrár. Framsetningin er mismunandi, allt frá glimrandi húmor til berskjaldaðrar einlægni. Í andstreyminu hefur fólk þjappað sér – fyrir framan Alþingishúsið, bankana og síðast en ekki síst stóðu 50-60 þúsund konur um saman þegar þær lögðu niður störf í tengslum við kvennafrídaginn, þann 25. október, til að mótmæla kynbundnu misrétti í formi launamunar. Samstaða er okkar nýi grunnur – og þar fara konur í fararbroddi.

Frekar en að deila með lesendum núverandi ástandi (sem við öll þekkjum) vilja höfundar tala um lausnir til aðgerða. Samstaða, kærleikur, vinátta, heiðarleiki, sjálfstraust, kímnigáfa og umburðarlyndi er það sem gildir. Konur á Íslandi eru vopnaðar bjartsýni og von, styrk og þori.  Orðin í þessari dagatalsbók, bæði sögð og ósögð, sýna svart á hvítu að við höfum svo ótal margt að segja.

Salka

Bókaútgáfan Salka var stofnuð með það að markmiði að gefa út bækur eftir konur og fyrir konur. Þetta markmið er enn í hávegum haft þótt umsvifin hafi aukist mikið og leitað hafi verið á ýmis ný mið.


Athugasemdir

08.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst