Krefjast hjálpar án þess að vera hjálparþurfi

Krefjast hjálpar án þess að vera hjálparþurfi Nú er ríkisstjórnin loksins búin að kynna í fimmta sinn, lokaaðgerðir sínar til að forða þeim heimilum frá

Fréttir

Krefjast hjálpar án þess að vera hjálparþurfi

Axel Jóhann Axelsson
Axel Jóhann Axelsson
Nú er ríkisstjórnin loksins búin að kynna í fimmta sinn, lokaaðgerðir sínar til að forða þeim heimilum frá gjaldþroti sem bjargað verður, en Jóhanna lét þess þó getið í leiðinni að "ekki verður hægt að bjarga öllum" og þeir koma ríkisstjórn Íslands ekkert við eftirleiðis.

Þau "úrræði" sem kynnt voru í dag eru þau sömu og bankarnir hafa verið að vinna eftir í nokkra mánuði, að viðbættum því framlagi ríkisstjórnarinnar að hætta við að lækka vaxta- og húsaleigubætur og setja á tímabundnar viðbótarvaxtabætur sem eftir er að "útfæra" og ákveða hverjir eigi að borga þær og hvernig.

Þar sem þetta eru lokaaðgerðir fyrir þau heimili sem ekki sjá fram úr skuldunum, rísa nú upp Hagsmunasamtök heimilanna, Hreyfingin og ýmsir fleiri og heimta hjálp fyrir þá sem þurfa enga hjálp, en finnst alveg hörmulegt að horfa á björgun þeirra sem þarf að bjarga, án þess að fá senda einhverja jólagjöf til sín.

Fólk virðist í alvöru halda að hægt sé að eyða kreppunni með einu pennastriki og færa klukkuna einfaldlega aftur til 1. janúar 2008 og byrja upp á nýtt eins og ekkert hefði í skorist.

Er ekki tími til kominn að fólk fari að takast á við þá erfiðleika sem við er að etja og munu ekki hverfa með því að þylja töfraþulur?

Enginn og ekkert mun laga efnahagsástandið í landinu nema atvinna og verðmætasköpun. Ástandið mun ekki lagast á meðan fólk lítur á atvinnuleysisbætur sem valkost, frekar en atvinnu, til að auka ráðstöfunartekjur sínar.


Athugasemdir

08.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst