KS-krakkar til útlanda

KS-krakkar til útlanda Stjórn KS hefur tekið þá ákvörðun að senda eitt lið árlega erlendis til að taka þátt í knattspyrnumóti. Fyrsti hópurinn fer næsta

Fréttir

KS-krakkar til útlanda

Stjórn KS hefur tekið þá ákvörðun að senda eitt lið árlega erlendis til að taka þátt í knattspyrnumóti. Fyrsti hópurinn fer næsta sumar, það verða stúlkurnar í 4.flokki kvenna sem fara til Svíþjóðar og taka þátt í stærsta knattspyrnumóti heims fyrir krakka á aldrinum 12-18 ára, Gothia-Cup. Sextán stúlkur frá KS og ein frá Leiftri fara á mótið 17.-25. júlí næst komandi.
Sumarið 2011 fer svo 3. flokkur karla erlendis á mót og 2012 aftur 4. flokkur kvenna. Þetta þýðir að allir krakkar sem æfa með KS uppí elstu flokkana fá að fara keppnisferð til útlanda sem er mikið ævintýri fyrir krakka á þessum aldri.

Þetta fyrirkomulag tíðkast hjá mörgum félögum og sem dæmi hefur Tindastóll gert þetta til margra ára. Stúlkurnar munu standa í hinum ýmsu fjáröflunum fram að ferð og KS mun einnig styrkja hópinn vel vegna ferðar-og þátttökukostnaðar.

Brottfall í íþróttum er mikið hjá stúlkum á aldrinum 13-15 ára og hjá strákum 15-17 ára. Þessar ferðir geta hjálpað til við baráttunni við brottfallinu. Þetta er einn liður af því forvarnarstarfi sem KS vinnur að.

Stjórnin

Athugasemdir

16.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst