Kveðja frá vinnufélögum

Kveðja frá vinnufélögum Okkur langar að minnast vinnufélaga okkar og góðs vinar með nokkrum orðum.Óskar Berg Elefsen lést á gjörgæsludeild Landspítalans

Fréttir

Kveðja frá vinnufélögum


Okkur langar að minnast vinnufélaga okkar og góðs vinar með nokkrum orðum.

Óskar Berg Elefsen lést á gjörgæsludeild Landspítalans þann 23. febrúar sl. eftir erfið veikindi. Hann var alltaf bjartýnn og ákveðinn í að vinna bug á veikindunum eða eins og hann orðaði það sjálfur „ég lýt á þetta sem verkefni sem þarf að leysa“.


Við fráfall Óskars er höggvið stórt skarð í hóp okkar starfsmanna hjá SR á Siglufirði og verður hans sárt saknað. Óskar var mikill drifkraftur, duglegur og fylginn sér. Ef hann fékk einhverja góða hugmynd þá var ekkert verið að staldra við hana lengi heldur var brett upp ermar og hafist handa við að koma henni af stað. Það var alveg sama hvar hann bar niður hann var alltaf sá sem var í forustu hvort sem það var hjá fyrirtækinu eða hjá félagasamtökum og sá aldrei eftir tíma sínum né kröftum þegar á þurfti að halda. Fyrirtækið átti hug hans allan og  átti hann stóran þátt í uppbyggingu þess.
 
Minningin um góðan félaga og vin mun lifa áfram. Guð geymi þig.

Við þökkum Óskari fyrir samfylgdina og sendum ykkur elsku Helga og börn innilegar samúðarkveðjur.
 
F.h. samstarfsmanna hjá SR Vélaverkstæði og SR Byggingavörum.

Pálína Pálsdóttir.


Athugasemdir

24.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst