Kvennahlaup ÍSÍ og Sjóvá
Kvennahlaup ÍSÍ og Sjóvá fór fram laugardaginn 14. júní síðastliðinn.
Mætingin í hlaupið að þessu sinni var örlítið slakari en undanfarin ár en um 60 konur á öllum aldri hlupu að þessu sinni.
Hlaupið var frá Kaffi Rauðku og stúlkurnar gátu valið um 3 vegalengdir til að hlaupa og það voru 1 kílómeter, 3 kílómetrar og 5 kílómetrar.
Að sjálfsögðu var boðið upp á hressingu eftir hlaup.
Sigrún Agnars bauð alla velkomna á svæðið.
Sigurlaug Hauksdóttir var að sjálfsögðu mætt í hlaupið.
Fríða og Auður bíða eftir starti.
Unnur Guðrún var mætt.
Margrét Einarsdóttir sá um að starta hlaupinu, og deildi svo út verðlaunapeningum eftir hlaupið.
Hér er verið að fara yfir hlaupaleiðirnar sem voru 1 kílómeter, 3 kílómetrar og 5 kílómetrar.
Hrabba keypti að sjálfsögðu bleikan bol á hundinn.
Sólveig Sara var ekki lengi að ná sér í hressingu eftir hlaupið.
Þessar tóku sprettinn í mark.
Ólöf var bara sæmilega hress eftir hlaupið.
Sandra Finns brosti sínu blíðasta eftir hlaup.
Jón Salmannsson mætti að sjálfsögðu og var fulltrúi Sjóvá á staðnum. (Nonni hljóp reyndar ekki, enda var þetta kvennahlaup).
Athugasemdir