Kvöldsólin, regnboginn, stúlkurnar og uglan

Kvöldsólin, regnboginn, stúlkurnar og uglan Undanfarið hefur kvöldsólin skartað sínu fegursta og ófár myndir hefur maður séð á samfélagsmiðlum af

Fréttir

Kvöldsólin, regnboginn, stúlkurnar og uglan

 
Undanfarið hefur kvöldsólin skartað sínu fegursta og ófár myndir hefur maður séð á samfélagsmiðlum af kvöldsólinni.
 
Hér koma nokkrar sem teknar voru síðastliðið fimmtudagskvöld við Strákagöng og á laugardagskveldi inn í Eyjafirði.
 
Hér má sjá að sjálfsögðu kvöldsólina sem og stúlkur að taka myndir af kvöldsólinni og svo sést á mynd brandugla í fjarska vera að steypa sér niður að bráð.
 
Svo er hér slóð á facebook síðu Jóns Steinars Ragnarssonar sem hefur verið duglegur að taka myndir. Flest allar hafa þær vakið mikla athygli og óhætt að segja að Jón Steinar sé sannkallaður listamaður með vélina: https://www.facebook.com/jonsteinar.ragnarsson?fref=ts

kvöldsólÞessi mynd er tekin á útsýnispallinum norðan við Strákagöng.

kvöldsólÞessar stúlkur voru þarna í sama tilgangi og ég.

kvöldsólOg á sama stað.

kvöldsólRegnboginn við Strákagöng. 

kvöldsólÞessi mynd er tekin í Eyjafirði. Á miðri mynd sést ugla steypa sér niður í átt að bráð. Ég er búin að sjá þessa uglu svo oft á nákvæmlega sama stað á ferð minni um Eyjafjörð. Uglan hefur oftar en ekki flogið við hliðina á bílnum, brosað til mín og flogið í burtu. Svo þegar ég stoppa bílinn þá passar hún sig að sjálfsögðu á því að koma ekki nálægt mér. Ég er bara alveg að verða brjálaður á þessu. Bara alveg.

kvöldsólFoss í Eyjafirði. Því miður veit ég ekki hvað þessi foss heitir en hann er staðsettur rétt áður en maður kemur í Múlann á leið til Sigló.

kvöldsólEyjafjörðurinn var ögn drungalegri á sama tíma.

Hér eru svo fleiri myndir ef fólk vill skoða : https://www.flickr.com/photos/rolfrebel/





Athugasemdir

25.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst