Lampard besti leikmaðurinn í október
mbl.is | Íþróttir | 14.11.2008 | 22:14 | | Lestrar 119 | Athugasemdir ( )
Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, var í dag útnefndur leikmaður októbermánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem hann hlýtur slíka útnefningu en þrjú ár eru síðan það gerðist síðast. Lampard lék frábærlega með Chelsea í október en liðið vann þá þrjá af fjórum leikjum sínum í úrvalsdeildinni og Lampard skoraði sjálfur tvö mörk.
Þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem hann hlýtur slíka útnefningu en þrjú ár eru síðan það gerðist síðast. Lampard lék frábærlega með Chelsea í október en liðið vann þá þrjá af fjórum leikjum sínum í úrvalsdeildinni og Lampard skoraði sjálfur tvö mörk.
Athugasemdir