Landsmót UMFÍ

Landsmót UMFÍ Landsmót UMFÍ verður haldið á Akureyri 9.-12. júlí nk.  Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar (áður Íþróttabandalag Siglufjarðar og

Fréttir

Landsmót UMFÍ

Landsmót UMFÍ verður haldið á Akureyri 9.-12. júlí nk.  Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar (áður Íþróttabandalag Siglufjarðar og Ungmenna- og íþróttasamband Ólafsfjarðar) hefur hug á að senda keppendur á landsmótið.
Á landsmóti er keppt í hinum hefðbundnu íþróttagreinum eins og t.d. badminton, Frjálsum íþróttum, knattspyrnu, handbolta og sundi svo að eitthvað sé nefnt.  En einnig má finna óheðfbundnari keppnisgreinar eins og t.d. dráttarvélaakstur, bridds, stafsetning og pönnukökubakstur. 
Þau íþróttafélög eða einstaklingar sem hafa áhuga á að taka þátt í hinu bráðskemmtilega landsmóti er bent á að hafa samband við Þórarinn Hannesson,  en hann heldur um skráningu á landsmótið fyrir UÍF.  
Meiri upplýsingar um landsmótið má finna hér  http://www.landsmotumfi.is

Athugasemdir

21.apríl 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst