Lárus Orri Sigurðsson tekur við KS/Leiftri

Lárus Orri Sigurðsson tekur við KS/Leiftri Í kvöld, miðvikudaginn 29. september skrifaði Lárus Orri Sigurðsson fyrrverandi landsliðs og

Fréttir

Lárus Orri Sigurðsson tekur við KS/Leiftri

Lárus Orri skrifar undir samning
Lárus Orri skrifar undir samning
Í kvöld, miðvikudaginn 29. september skrifaði Lárus Orri Sigurðsson fyrrverandi landsliðs og atvinnuknattspyrnumaður  undir samning við KS/Leiftur um að þjálfa m.fl. karla lið félagsins næstu þrjú keppnistímabil.

Knattspyrnufélögin KS og Leiftur sem hafa spilað saman undir merkjum KS/Leifturs undanfarin ár munu sameinast í eitt félag í lok árs.

Félögin hafa verið rekin í sitt hvoru lagi undanfarin ár en nú eru tímamót í Fjallabyggð með tilkomu Héðinsfjarðarganga og félögin ætla að stefna hátt í nánustu framtíð. 

Nýtt félag hyggst senda m.fl.kvenna til keppni næsta sumar. Félagið mun spila í Jako búningum á næsta keppnistímabili. Framkvæmdastjóri verður ráðinn til starfa hjá félaginu. 

Í dag og á næstu dögum verða samningar við eftirfarandi styrktaraðila undirritaðir: Rammi hf, Sparisjóður Siglufjarðar, Sparisjóður Ólafsfjarðar, Réttingaverkstæði Jóa og Valberg/Kristbjörg á Ólafsfirði. 

Stóru mótin tvö sem haldin eru í Fjallabyggð, Nikulásarmótið og Pæjumót TM  munu án efa njóta góðs af Héðinsfjarðarganga og stefnt er að gera mótin en betri en þau hafa verið undanfarin ár. Tryggingamiðstöðin verður áfram styrktaraðili Pæjumótsins.

Með tilkomu Lárusar Orra sem m.fl. þjálfara er verið að taka fyrsta skrefið af mörgum í átt að árangri. Nýtt félag mun vinna að því markmiði  að byggja upp grasrótina hjá félaginu svo meistaraflokks lið félagsins verði að mestu skipað heimamönnum. 

Mikil tilhlökkun er í stjórnum félaganna að takast á við þau verkefni sem framundan eru.
Með fótboltakveðju, stjórnir KS og Leifturs.


 
Hér má sjá Gunnar Sigvaldason skrifa undir styrktarsamning fyrir hönd Ramma hf.

Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst