Leshringur, bókaspjallið er hafið

Leshringur, bókaspjallið er hafið Kæru félagar í Leshring. Þá er komið að bókaspjallinu okkar.  Í dag og næstu daga ræðum við bókina Furðulegt háttarlag

Fréttir

Leshringur, bókaspjallið er hafið

Marta B Helgadóttir
Marta B Helgadóttir
Kæru félagar í Leshring. Þá er komið að bókaspjallinu okkar.  Í dag og næstu daga ræðum við bókina Furðulegt háttarlag hunds um nótt eftir Mark Haddon. Umræðan fer fram hér í athugasemdakerfinu á síðunni. Öllum er velkomið að taka þátt sem hafa lesið þessa bók, hvort sem fólk hefur skráð sig í leshringinn eða ekki.

Mark HaddonMark Haddon hefur skrifað töluvert fyrir sjónvarp og meðal annars unnið til tvennra BAFTA verðlauna. Hann fæddist í Northampton í Englandi árið 1962 og lauk prófi í enskum bókmenntum frá Merton College í Oxford og Edinborgarháskóla. Að námi loknu starfaði hann um skeið á stofnunum fyrir andlega og líkamlega fatlaða, einkum börn. Um leið var hann að skapa sér nafn sem myndskreytir en hann hefur teiknað skopmyndir og teiknimyndasögur fyrir blöð á borð við New Statesman, Private Eye, Sunday Telegraph og Guardian, en þar var hann meðhöfundur að teiknimyndasögunni Men – A User´s Guide.

Fyrsta barnabók Marks Haddons, Gilbert´s Gobstopper, kom út árið 1987 en barnabækur sem hann hefur skrifað og/eða myndskreytt eru orðnar fjölmargar. Fyrsta bók hans fyrir eldri lesendur var Furðulegt háttalag hunds um nótt (The Curious Incident of the Dog in the Night-time).

 

Furðulegt háttarlag hunds um nóttFurðulegt háttarlag hunds um nótt fjallar um

Kristófer Boone sem er fimmtán ára einhverfur drengur. Hann er góður í stærðfræði og aðdáandi Sherlock Holmes en á erfitt með að skilja annað fólk og ýmislegt sem það gerir. Þegar hann rekst á hund nágranna síns rekinn í gegn með garðkvísl ákveður hann að finna morðingja hans og skrifa leynilögreglusögu um leitina. En verkefnið vindur upp á sig og á endanum afhjúpar Kristófer allt aðra og miklu stærri gátu en hann ætlaði sér.

Kristín R. Thorlacius þýddi.

 


Athugasemdir

09.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst