Líf og fjör í bænum
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 04.10.2010 | 23:51 | Bergþór Morthens | Lestrar 695 | Athugasemdir ( )
Siglufjörður iðaði af lífi á sunnudaginn og streymdi mikill fjöldi fólks til bæjarins.
Var jafnvel talað um að þetta væri stærra og meira að gera en um sjálfa verslunarmannahelgina.
Guðný Sölvadóttir, stöðvarstjóri á bensínstöð Olís á Siglufirði sagði að umferðin hefði verið eins og á Reykjanesbrautinni.
Það er nokkuð ljóst að það verða miklar breytingar í bænum okkar með tilkomu Héðinsfjarðarganga.
Það er ekkert krepputal hjá fólki á Siglufirði og það eru gríðarlega spennandi tímar framundan.
Nokkrar myndir frá sunnudeginum :

Það er ekki amalegt að fá hita í kringum tuttugu gráður í byrjun október.

Konurnar í Gallerý Sigló tóku á móti gestum með bros á vör.

Það var tilvalið að setjast niður og njóta dagsins.

Aðrir tóku aðeins meira á því og eyddu deginum í vinnu, enda veðrið tilvalið fyrir ýmiskonar útivinnu.

Fjöldi mótorhjólafólks nýtti tækifærið og gerði sér ferð í gegnum göngin.

Torgið var glæsilegt að sjá í haustblíðunni.
Var jafnvel talað um að þetta væri stærra og meira að gera en um sjálfa verslunarmannahelgina.
Guðný Sölvadóttir, stöðvarstjóri á bensínstöð Olís á Siglufirði sagði að umferðin hefði verið eins og á Reykjanesbrautinni.
Það er nokkuð ljóst að það verða miklar breytingar í bænum okkar með tilkomu Héðinsfjarðarganga.
Það er ekkert krepputal hjá fólki á Siglufirði og það eru gríðarlega spennandi tímar framundan.
Nokkrar myndir frá sunnudeginum :

Það er ekki amalegt að fá hita í kringum tuttugu gráður í byrjun október.

Konurnar í Gallerý Sigló tóku á móti gestum með bros á vör.

Það var tilvalið að setjast niður og njóta dagsins.

Aðrir tóku aðeins meira á því og eyddu deginum í vinnu, enda veðrið tilvalið fyrir ýmiskonar útivinnu.

Fjöldi mótorhjólafólks nýtti tækifærið og gerði sér ferð í gegnum göngin.

Torgið var glæsilegt að sjá í haustblíðunni.
Athugasemdir