Lífið leikur við okkur
Ekki gerast dagarnir fallegri en þessi laugardagur. Gestir Síldarævintýrisins nutu dagsins með gleði í góðra vina hópum eða við endurfundi gamalla vina og kunningja. Þetta er eins og eitt risa ættarmót Siglfirðinga.
Sínu máli myndirnar tala um ævintýri dagsins og eiga þessir tónar vel "Siglufjarðar Samban" við þá stemmingu sem ómaði um fjörðinn fagra.
Bekkjarsystkinin Binna Kristjáns og Pétur Bjarna ásamt mökum, þeim Þórólfi og Lilju.
Hamingjustund hjá þeim Höllu og Siggu
Helga, Birna og Elinóra
Ekki til betri dagur í að Gæsa
Spjallað saman á Aðalgötunni
Heimir yfirkokkur að grilla ofan í gesti Rauðku
Guðný Ágústsdóttir kom frá Ólafsfirði á ljósmyndaveiðar
Ægir Bergs og konan á bakvið manninn Hadda Halls, ásamt kunningja
Sigurður Tómas Björgvinsson með Flóka sinn
Bræðurnir Sigurjón og Þórður
Engill Þór hugsi
Hvað á betur við en Stúlli með nikkuna?
Það rignir ekki á þessi skötuhjú
Setið við Billann
Okkar stórgóða söngkona Eva Karlotta að skemmta gestum
Valur Smári Þórðarson að selja gestum og gangandi harðfisk
Torgið
Myndir og texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Athugasemdir