Líklegt má telja að eignatjón verði mikið

Líklegt má telja að eignatjón verði mikið Gríðarlegur vatnsagi er um allan bæ um þessar mundir en úrhelli síðustu daga hefur sett af stað flóð á að minsta

Fréttir

Líklegt má telja að eignatjón verði mikið

Flæðir yfir Fossveg
Flæðir yfir Fossveg

Gríðarlegur vatnsagi er um allan bæ um þessar mundir en úrhelli síðustu daga hefur sett af stað flóð á að minsta kosti þremur stöðum á Siglufirði. 

Mesta tjónið er af völdum Hvanneyrará en hún hefur vaxið til muna og ræður farvegur hennar engan veginn við þann vatnsaga sem kemur nú úr skálinni. Hefur hún nú rofoið Hólaveg og flæðir yfir allan Fossveg niður að sjúkrahúsi en þar hefur hún fyllt bílastæðið og myndað foss fram af veggnum. Áin flæðir þaðan yfir alla eyrina og veldur þar miklum ösla og má ætla að eignatjón sé mikið þar af hennar völdum. 

Mikið flóð á Siglufirði

 Mikið flóð á Siglufirði

Björgunarsveit og bæjarstarfsmenn vinna nú hörðum höndum að því að dæla úr kjallörum einhverra húsa og reyna að koma í veg fyrir frekara tjón en erfitt getur verið að ráða við mátt náttúrunnar.

Mikið flóð á Siglufirði

Á Suðurgötu er einnig gríðarlegt flóð þar sem lækurinn hefur farið úr sínum farveg og flæðir beint yfir garðana í kring. Mikill foss gusast úr allnokkrum görðum í suðurbænum en mesti vatnsaginn er þó á suðurgötunni þar sem hann eltir götuna niður. 

Mikið flóð á Siglufirði

Mikið flóð á Siglufirði

Litli lækurinn og fallega tjörnin við Stóra Bola er nú brún af eyr og drullu og hefur flætt yfir bakka sína líkt og aðrar sprænur á svæðinu. Er nú spurning hvort vegurinn haldi en nú fossar fram af honum hinumegin. 

Mikið flóð á Siglufirði

Víða flæðir uppúr ræsum sem ekki hafa undan vatnsflauminum. 

Mikið flóð á Siglufirði

Hvanneyrará hefur rofið Hólaveg með miklum krafti. 

Mikið flóð á Siglufirði

Hvanneyará hefur fundið sér nýjan farveg eftir Túngötu þar sem hún flæðir uppað húsum og ofan í kjallara með tilheyarndi tjóni. 

Mikið flóð á Siglufirði

Á eyrinni nær vatnið víða uppá miðjar hjólskár jeppa. 

Mikið flóð á Siglufirði

Hvanneyará flýtur niður að Fossvegi.


Athugasemdir

03.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst