Listahópurinn KOK.

Listahópurinn KOK. Hressar stúlkur úr Listahópnum KOK komu við á Sigló á ferð sinni um landið. Þær fara á milli staða og fá að mála og spreyja myndir á

Fréttir

Listahópurinn KOK.


Hressar stúlkur úr Listahópnum KOK komu við á Sigló á ferð sinni um landið. Þær fara á milli staða og fá að mála og spreyja myndir á húsveggi og annað sem til fellur.
 
Fyrst þegar mér var bent á að þær væru að spreyja og mála á húsveggi, þá hugsaði ég með mér "æi er nú komið eitthvað veggjakrots lið sem er búið að reka úr höfuðborg Íslands út á land til að krota á veggi"?
 
En svo ákvað ég nú að kíkja á herlegheitin og viti menn, þetta var bara alveg þrusu flott hjá þeim. Ekki einhverjar tússpenna krot myndir með einhverjum vafasömum fimmhyrndum stjörnum og duldum skilaboðum veggjakrotsáhugamanna. Þetta er bara hreint út sagt listaverk að mínu mati. 
 
 Að sjálfsögðu fá þær leyfi fyrir því að gera þetta og þetta kemur vægast sagt mjög skemmtilega út.
 
 
Stúlkurnar í Listahópnum KOK heita Aðalheiður, Andrea, Kristín og Nanna.
 
Listaverkið sem þær voru að vinna við var eitt sinn í eigu Óskars Halldórssonar, og ætla ég að kynna mér það hús nánar í framtíðinni. Húsið er nú í eigu Valgeirs Sigurðssonar.
 
Listaverkið sem KOK hópurinn er að vinna við er mynd af tveimur síldveiðimönnum með net og eru þeir með Urð, Verðandi og Skuld í netinu. Mjög flott listaverk hjá stelpunum sem lífgar aðeins upp á umhverfið þarna í kring. Ég mæli með því að þið kíkjið á listaverkið í næsta göngu eða hjólatúr.
 
kok
 
kok
 
kok
 
kok
 
kok
 
Og svo miklu meira af myndum hér
 
 

Athugasemdir

23.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst