Listasýning Joris í Kompunni
Á laugardaginn kemur 23. mars opnar Joris Rademaker sýninguna Hringrás í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Joris er Hollendingur sem hefur verið búsettur á Akureyri undanfarin 20 ár en samhliða listsköpun kennir hann við Brekkuskóla á Akureyri. Joris er fjölhæfur listamaður með næmt auga fyrir efni og orku hlutanna. Á sýningunni í Kompunni teflir hann fram nýjum verkum unnum úr fundnum efnum og gúmmíi.
Opnun sýningarinnar verður kl. 14.00 - 17.00 og eru allir velkomnir.
Eyþing, Fjallabyggð og Fiskbúð Siglufjarðar styrkir sýninguna.
Allar nánari upplýsingar hjá Aðalheiði í síma 865-5091
Athugasemdir