Litskrúðugt mannlíf á Steinaflötum
Enn einn yndislegur dagur hér á Siglufirði Þar sem heimamenn og gestkomandi nutu veðurblíðunnar á margvíslegan hátt.
Ein af þeim afþreyingum sem boðið var upp á þennan sólríka sunnudag var útimarkaður að Steinaflötum sem er svona sveit í
bæ. Þar var til sölu ýmis varningur og glæsilegt kaffihlaðborð sem svignaði undan heimabökuðum kræsingum og sjóðheitu kaffi.
Margt var um manninn og glatt á hjalla þar sem fólk spjallaði yfir kaffisopa að gömlum og góðum sveitasið.
Þarna ræður ríkjum húsfrúin, Jóna Guðný Jónsdóttir sem hefur verið að gera Steinaflatir upp síðastliðin 15
ár af mikilli smekkvísi.
Jóna Guðný og Daníel Pétur með litla kút
(ásamt skugga ljósmyndarans)
Birgir Eðvaldsson og Elvar Elefsen í léttu spjalli
Ella kíkir fyrir horn, brosmild að vanda
Hér er gestum heilsað með handabandi
Að sjálfsögðu var fjárfest í merki Síldarævintýrisins 2014
sem Guðmundur Skarphéðinsson er að selja
Sjálfur Hrólfur tók sér pásu frá smíðinni til að koma
Einstaklega fallegt er um að lítast innanhúss þar sem mikil
vinna og tími hefur farið í endurbætur
Jóna Guðný við gamla skrifborðið sem upphaflega var í
Rauðku á síldarárunum
þarna má sjá föt frá horfinni tíð
Borðið svignar undan kaffikræsingum, þarna fann Herdís Sigurjónsdóttir
meira að segja ástarpunga henni til mikillar gleði
Systurnar, Kristín og Herdís Sigurjónsdætur.
Hrólfur gerðist hirðljósmyndari systranna.
Þeir eru örugglega hættulausir þessir hestar, er það ekki?
Spekingar spjalla, þeir Guðmundur Skarphéðinsson og Daníel Baldursson
Meira að segja hrossin brugðu á leik
Vinkonurnar, Herdís Sigurjónsdóttir og Rakel Björnsdóttir
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Athugasemdir