Ljóð eftir Magnús Pálsson

Ljóð eftir Magnús Pálsson Magnús Pálsson sendi okkur ljóð sem hann samdi fyrir nokkrum árum þegar hann kom heim til Siglufjarðar

Fréttir

Ljóð eftir Magnús Pálsson

Mynd / Hrólfur
Mynd / Hrólfur
Magnús Pálsson sendi okkur ljóð sem hann samdi fyrir nokkrum árum þegar hann kom heim til Siglufjarðar
 
Komið í heimsókn til Siglufjarðar að sumarlagi .
 
Fjörðurinn minn fagri tekur
með faðm útbreiddann móti mér
Gamlar myndir upp glæstar vekur
þær gleðistundir sem áttum hér.
 
Sólin baðar sund og hæðir
sendir geisla í hjarta og sál.
Grænni kápu grundir klæðir.
þar grösin blómstra í hverri skál.
 
Ég kveð að sinni minn kunni fjörður
svo kær ert mér með þinn lækjarnið.
Faðm þinn hlýjan fjöllum gjörður
þú fyllir hugann af ást og frið.
 
Höfundur  Magnús Pálsson fæddur á Siglufirði 1939

Athugasemdir

24.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst