Ljóðahátíðin Glóð
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 25.09.2010 | 00:01 | Bergþór Morthens | Lestrar 557 | Athugasemdir ( )
Ljóðahátíðin glóð er nú í fullum gangi. Í Ráðhússalnum voru til sýnis myndir, munir, bækur og fleira frá Félagi um Ljóðasetur Íslands.
Auk þess voru ljóð til sýnis eftir nemendur við Grunnskóla Fjallabyggðar sem samin voru eftir innblástur frá málverkum úr safni Fjallabyggðar.
Seinna um kvöldið var svo Ljóðakvöld í gránu þar sem ljóðskáldin Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Sigurbjörg Þrastardóttir komu fram.
Dagskráin heldur svo áfram á laugardeginum og verður m.a. Haustmarkaður í ljóðasetrinu, úrslit í samkeppni nema við Grunnskóla Fjallabyggðar verða kunngjörð og svo verður glæsileg tónlistardagskrá um kvöldið í Gránu.
Munir í eigu Ljóðaseturs.
Auk þess voru ljóð til sýnis eftir nemendur við Grunnskóla Fjallabyggðar sem samin voru eftir innblástur frá málverkum úr safni Fjallabyggðar.
Seinna um kvöldið var svo Ljóðakvöld í gránu þar sem ljóðskáldin Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Sigurbjörg Þrastardóttir komu fram.
Dagskráin heldur svo áfram á laugardeginum og verður m.a. Haustmarkaður í ljóðasetrinu, úrslit í samkeppni nema við Grunnskóla Fjallabyggðar verða kunngjörð og svo verður glæsileg tónlistardagskrá um kvöldið í Gránu.
Munir í eigu Ljóðaseturs.
Athugasemdir