Menning gegn kreppu
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 05.12.2008 | 12:35 | Síldarminjasafnið | Lestrar 225 | Athugasemdir ( )
Ungmennafélagið Glói blæs í glóðir íþrótta og menningar og hefur undanfarin ár staðið fyrir vinsælum
ljóðakvöldum. Í kvöld, föstudag 5. desember, kl. 20.30 verður tólfta ljóðakvöld Glóa haldið á Allanum. Sem fyrr munu
nokkrir valinkunnir bæjarbúar stíga á stokk og flytja ljóðadagskrá í tali og tónum
og er þar bæði um að ræða eigin kveðskap og annarra. Ávallt hefur verið glatt á hjalla á þessum kvöldum og
því upplagt að mæta og eiga góða og skemmtilega stund á aðventunni. Sem fyrr er aðgangur ókeypis.
Athugasemdir