Ljósmynd vikunnar - Aage Nörgaard

Ljósmynd vikunnar - Aage Nörgaard Ljósmynd vikunnar er af Aage Nörgaard, sem var danskur, þar sem hann stendur við grjótgarð sinn. Í baksýn stendur hús

Fréttir

Ljósmynd vikunnar - Aage Nörgaard

Ljósmyndasafn Siglufjarðar: 16-nn-0536-01
Ljósmyndasafn Siglufjarðar: 16-nn-0536-01
Ljósmynd vikunnar er af Aage Nörgaard, sem var danskur, þar sem hann stendur við grjótgarð sinn. Í baksýn stendur hús hans, Norðurgarður.


Aage var dugnaðarforkur og vann til að mynda sem verkamaður hjá Síldarverksmiðjum ríkisins, seldi bæði egg og kjúkling og ræktaði ýmsa garðávexti. Hann lét ekkert aftra sér þrátt fyrir að hafa haft gervihönd á hægri hendi.

Þegar hann ákvað að flytja aftur til föðurlandsins bauð hann Siglufjarðarkaupstað eign sína, en það var afþakkað og þá kveikti hann í húsinu.

Nokkrir, og þá sérstaklega karlmennirnir sem voru á myndasýningunni í Skálarhlíð, minntust þess að hafa aldrei smakkað betri rófur en þær sem þeir hnuppluðu sér í garði Nörgaard þegar þeir voru guttar.

Eins minntust margir þess að mæður þeirra hefðu keypt egg hjá karlinum og hengdi hann þá fötuna með eggjunum á krókinn á gervihendinni. 

Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst