Ljósmynd vikunnar - Sjóflugvél á Siglufirði

Ljósmynd vikunnar - Sjóflugvél á Siglufirði Myndin er af flugbát, annað hvort af gerðinni Catalina eða Gruman. Vegna skorts á flugvöllum á landinu var

Fréttir

Ljósmynd vikunnar - Sjóflugvél á Siglufirði

Ljósmynd vikunnar. Ljósmyndasafn Siglufjarðar: 03-00-0403-10
Ljósmynd vikunnar. Ljósmyndasafn Siglufjarðar: 03-00-0403-10

Myndin er af flugbát, annað hvort af gerðinni Catalina eða Gruman. Vegna skorts á flugvöllum á landinu var gripið til þess ráðs að kaupa sjóflugvélar sem höfðu verið í notkun í stríðinu.

 

Fyrsti Gruman Goose flugbátur Loftleiða kom til landsins haustið 1944. Árið 1944 keypti Flugfélag Íslands Catalina flugbátinn TF-ISF, sem var stærsta flugvél íslenska flotans og gat tekið 22 farþega.

Áætlunarflug frá Flugfélagi Íslands var yfir sumartíma til Siglufjarðar á hverjum degi og stundum oft á dag, þegar var sem fjölmennast í bænum (10.000 manns) á síldarárunum. En yfir veturinn voru farnar 2-3 ferðir í viku.

Farið var með farþegana í bát frá Leyrunum og einnig frá annlegginu (sem svo var kallað, einhverskonar flotbryggja) og út að flugbátnum.

Til gamans má geta að fyrsta farþegaflugið innanlands var fari 4. júní 1928 frá Reykjavík til Akureyrar með viðkomu á Ísafirði og Siglufirði.

 


Athugasemdir

22.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst