Ljósmyndasamkeppni siglo.is úrslit
sksiglo.is | Fréttir á landsvísu | 07.02.2010 | 10:10 | | Lestrar 942 | Athugasemdir ( )
Dómnefnd hefur nú lokið störfum og kveðið upp sinn dóm. Hlutskörpust var mynd eftir Svein Þorsteinsson þar sem Sunnubrakkinn brennur. Myndin Gengið á Hólshyrnu varð í öðru sæti og ljósmyndarinn heitir Jón Ingi Björnsson. Í þriðja sæti varð mynd eftir Svein Þorsteinsson af Kríu á flugi. Í fjórða sæti varð mynd eftir Anítu Elefsen af Hólsdalnum. Í fimmta sæti varð myndin Göngutúr sommer 2009 eftir Jón Inga Björnsson.
Siglo.is langar að þakka öllum þeim sem sendu inn myndir og vonandi verður þetta árlegt hjá okkur því það er fjöldi fólks sem tekur fullt af frábærum myndum og þetta því kjörið tækifæri til að sýna þær. Dómnefndinni þökkum við fyrir sín störf en þar var Sveinn Hjartarson yfirdómari.
Sveinn Þorsteinsson hlýtur að launum veglegan ljósmyndaprentara og útprentun á myndinni í stærð A3 einnig munu við prenta út myndirnar sem urðu í öðru til fimmta sæti og senda ljósmyndurunum.
Myndin í 1. sæti.
Myndin í 2. sæti.

Myndin í 3. sæti.

Myndin í 4. sæti.

Myndin í 5. sæti.

Athugasemdir