Ljósmyndasýningar

Ljósmyndasýningar Ljósmyndasýningar Ljósmyndasafns Siglufjarðar sem fram fara á hverjum þriðjudagsmorgni klukkan 10:30 í Skálarhlíð á Siglufirði, njóta

Fréttir

Ljósmyndasýningar

Skálarhlíð í morgun
Skálarhlíð í morgun
Ljósmyndasýningar Ljósmyndasafns Siglufjarðar sem fram fara á hverjum þriðjudagsmorgni klukkan 10:30 í Skálarhlíð á Siglufirði, njóta vaxandi vinsælda hjá þeim sem þangað sækja.

Aðallega er það eldra fólk, bæði það sem býr að Skálarhlíð og þeir sem heima eiga úti í bæ.
Að megninu til er þetta sama fólkið sem kemur aftur og aftur og fjöldi gesta hefur verið á bilinu 18-25 í senn sem koma til að njóta myndanna og til að þekkja andlitin sem koma á skjáinn.
Lauslega áætlað eru nafnaheimtur um 80 % .

Tilgangur þessara sýninga er tvennskonar, það er að stytta þessu fólki stundir og njóta í staðinn þekkingar þeirra á andlitum sem þarna birtast.

Það er ánægjulegt að fylgjast með áhuga fólksins á andlitunum, oft er mikið skrafað og gruflað, „...er þetta ekki sonur hans Jóns hérna sem....“ jú áreiðanlega, hét hann ekki Sævar....“ oft koma nokkrar tilgátur um nöfn, fólk man hvar það átti heima, hvað sonur hans eða dóttir gerði eða giftist osfv. Oftar en ekki hjálpa þau hvort öðru að finna hið rétta nafn.


Ljósmyndasafn Siglufjarðar þakkar öllu þessu ágæta fólki fyrir alla hjálpina, sem og öðrum sem sent hafa okkur upplýsingar beint frá vef safnsins, um nöfn og viðburði sem bera við augu í safninu.

Við hvetjum alla sem áhuga hafa á að heimsækja okkur, í Skálarhlíð á þriðjudagsmorgnum, skrifstofuna við Gránugötu, og eða á netinu.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í morgun á meðan ljósmyndasýningin stóð yfir.


Athugasemdir

12.mars 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst