Loforðið

Loforðið Þegar stúlkurnar í 5. fl. kv. í KS fóru suður til að keppa í úrslitum í innanhúsfótboltanum tóku þær loforð af öðrum þjálfaranum, að ef þær ynnu

Fréttir

Loforðið

Alsælar KS stelpur og forseti Íslands
Alsælar KS stelpur og forseti Íslands
Þegar stúlkurnar í 5. fl. kv. í KS fóru suður til að keppa í úrslitum í innanhúsfótboltanum tóku þær loforð af öðrum þjálfaranum, að ef þær ynnu mótið þá færi hann með þær til Bessastaða til að hitta forseta Íslands hr. Ólaf Ragnar Grímsson og helst líka Dorrit.
Ekki komust stelpurnar í úrslitaleikinn en tóku aftur upp samningaviðræður um að ef þær yrðu í 3. sæti þá yrðu Bessastaðir heimsóttir. Enn á ný féllst þjálfarinn á þennan ráðahag hjá stúlkunum og í 3. sæti lentu stúlkurnar. Eftir sturtu og svala var svo haldið á Bessastaði og kom það mönnum mikið á óvart að stelpurnar og þjálfarinn ( Óli Agnars ) nánast láu á gluggunum á forsetabústaðnum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Allir hrukku í kút er hurðin opnaðist og út gekk forsetinn Ólafur Ragnar Grímsson og hundurinn Sámur, spjallaði Ólafur við stelpurnar og bauð uppá dökkt heilsusúkklaði að sögn stúlknanna.

Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst