Lognið á undan storminum
Spáð er afar vondu veðri um allt land og er fólk varað við að leggja land undir fót á meðan þessar tvær lægðir sem yfir
landsmenn ganga næstu sólahringa vaða yfir.
Búist er við stormi eða ofsaveðri víða um land. Þetta segir Birta Líf Kristinsdóttir,
veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um veðrið á landinu á morgun. „Það er búist
við stormi eða ofsaveðri víða um land á morgun, sérstaklega norðan- og vestanlands en þar er búist við
að meðalvindur fari upp í 30 m/sek og hviður verði talsvert meiri,“ segir Birta Líf í samtali við mbl.is.
Eins og sjá má af korti Belgings fyrir morgundaginn verður afar hvasst hér á Tröllaskaga Belgingur.is
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir
Texti: Kristín Sigurjónsdóttir og Mbl.is
Athugasemdir