Lokahóf KF í Allanum
sksiglo.is | Íþróttir | 15.09.2011 | 06:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 802 | Athugasemdir ( )
Lokahóf KF verður haldið laugardaginn 17. september á Allanum. Borðhald hefst klukkan 21:00. Ýmislegt verður á boðstólnum bæði í skemmtun og mat.
Hlaðborð með hinum ýmsu réttum mun verða borið fram með mjög svo ljúffengum hætti. Veislustjóri verður Þorsteinn Sveinsson.
Meðal skemmtiatriða má helst nefna frábært atriði frá Agga og íkornunum, ýmis atriði frá leikmönnum. Danni tekur nokkur vel valin lög á gítarinn og áfram mætti lengi telja.
Meðal skemmtiatriða má helst nefna frábært atriði frá Agga og íkornunum, ýmis atriði frá leikmönnum. Danni tekur nokkur vel valin lög á gítarinn og áfram mætti lengi telja.
Verðlaunaafhending fer einnig fram um kvöldið, þar sem leikmaður ársins verður verðlaunaður, ásamt afhending á Nikurlásarbikarnum.
Miðaverð á skemmtun, mat og ball er aðeins 3.000 kr.
Ársmiðahafar fá frían 1 miða á lokahófið. Hvetjum við alla ársmiða hafa til að nýta sér það. Hljómsveitin óþekkt sér um dansleik á eftir skemmtun.
Stakur miðai á dansleik er 1.500 kr.
Miðapantanir (og staðfesting á mætingu fyrir ársmiðahafa í síma 898-7093)
Texti og mynd: Aðsent
Athugasemdir