Lyfjabúð í Ólafsfirði
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 13.12.2013 | 06:00 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 1007 | Athugasemdir ( )
Siglufjarðar Apótek hefur opnað í Ólafsfirði. Enn og aftur eru Héðinsfjarðargöng að sanna sig. Skynsamleg vinnubrögð og samvinna við utanverðan Eyjaförð mun leiða til hagsældar fyrir íbúana ef að vel er á haldið.
Með opnun lyfjabúðar í Hornbrekku kemst þjónusta við íbúana aftur á það stig sem var þegar Lyf og Heilsa rak lyfjabúð í Ólafsfirði. Þetta er ánægjuleg þróun. Framtak Apóteksins ætti að vera örðum hvatning til að vinna í þessum anda.
Til hamingju Ólafsfirðinga. Til hamingju Ásta Júlía og Hálfdán.
Athugasemdir