Fróðleiksmoli - Lyftikrókar

Fróðleiksmoli - Lyftikrókar Lyftikrókar notaður til að lyfta fullum síldartunnum upp í annað og þriðja lag í tunnustæðum. Stóðu þá tveir menn hvor við

Fréttir

Fróðleiksmoli - Lyftikrókar

Lyftikrókar á tunnu
Lyftikrókar á tunnu

Lyftikrókar notaður til að lyfta fullum síldartunnum upp í annað og þriðja lag í tunnustæðum. Stóðu þá tveir menn hvor við sinn enda tunnunnar með krókana í höndum og settu þá undir laggirnar eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Með báðar hendur á verkfærunum lyftu þeir svo tunnunni.

Krókarnir voru fyrst kallaðir Sigurjónskrókar eftir Sigurjóni Benediktssyni járnsmiði. Hann fann upp á þessu áhaldi og smíðaði að sögn sonarsonar hans Sigurjóns Jóhannssonar myndlistarmanns. Sigurjón skrifar:
“Mín heimild er faðir minn sem sýndi mér lyftikrókapar og tjáði mér að þeir væru uppfinning afa mìns, Sigurjòns Benediktssonar, járnsmiðs á Siglufirði. Hvenær hann smíðaði þá fyrst, veit ég ekki, en fram að þeim tíma notuðu menn fingurgómana sem þeir brugðu undir laggirnar við botnana ofanverða og lyftu þannig tunnunni á milli sín.”

Síldarminjasafn Íslands  -ök


Athugasemdir

24.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst