Malarvöllurinn syngur sitt síđasta
Vegfarendur sjá nú glögglega móta fyrir fíngerðum grænum lit teygja anga sína til sólar og brjóta sér þannig leið gegnum gamalgróinn malarvöllinn sem nú syngur sitt síðasta.
Á hverju sumri tala gestir Siglufjarðar sem og bæjarbúar um þær fjölmörgu stundir sem þeir eyddu á malarvellinu, eltandi uppi svarthvítan knött og skrapandi á sér hné, olnboga og fleiri hluta útlima heilu sumrin. Þrátt fyrir að margir eigi sælar minningar frá knattspyrnuiðkun á vellinum þá er langt um liðið frá því að hann hefur verið notaður til iðjunnar og því ólíklegt að einhverjir muni sakna malarinnar þegar grænt og fallegt grasið hefur sprottið og börn og foreldrar geta notað svæðið sér til gleði.
Athugasemdir