Málverkasýning

Málverkasýning Eins og fram kom í gær hér á vefnum þá var opnað formlega í morgun með viðhöfn málverkasýning í Sparisjóð Siglufjarðar. Athöfnin hófst með

Fréttir

Málverkasýning

Málverk Gunnlaugs Blöndal skoðað
Málverk Gunnlaugs Blöndal skoðað
Eins og fram kom í gær hér á vefnum þá var opnað formlega í morgun með viðhöfn málverkasýning í Sparisjóð Siglufjarðar. Athöfnin hófst með ávarpi Sparisjóðsstjóra Ólafi Jónssyni og síðan
ávarpi Örlygs Kristfinnssonar sem sagði frá aðdraganda þessarar sýningar og sagði meðal annars hverjir listamenn verkanna væru, og svo söguna í kring um þá þætti sem loks urðu til þess að listaverk Gunnlaugs Blöndal sem allir eldri Siglfirðingar muna eftir hangandi í gamla Útvegsbankanum á Siglufirði.

Margir héldu málverkið “glatað” og litlar sem engar líkur á að fá að sjá það hangandi uppi á Siglufirði, ekki síst þar sem það var komið upp á veggi í húsakynnum Glitnis í New York, en héðan frá Siglufirði fór verkið er Glitnir yfirgaf Siglufjörð á sínum tíma.

Þá rakti Sigurður Hafliðason fyrrvarandi útibústjóri Útvegsbankans á Siglufirði sögu verksins sem bankinn keypti af Gunnlaugi þegar Útvegsbankinn a Siglufirði flutti í húsnæði það sem Sparisjóðurinn er nú með sína afgreiðslu. Allt þetta var mjög fróðlegt.

Og eins og venja Sparisjóðsins hefur verið, þá bauð hann gestum og gangandi upp á veglega tertu og kökur ásamt kakó og kaffi, sem gestirnir nutu samhliða því að skoða málverkin sem þarna voru til sýnis.

Myndir frá í morgun eru HÉR

Athugasemdir

30.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst