Manngerð snjókoma við áramótabrennur ?

Manngerð snjókoma við áramótabrennur ? Um leið og ég óska lesendum veðurbloggsins gleðilegs árs með þökk fyrir áhugann og innlitin á síðasta ári langar

Fréttir

Manngerð snjókoma við áramótabrennur ?

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Um leið og ég óska lesendum veðurbloggsins gleðilegs árs með þökk fyrir áhugann og innlitin á síðasta ári langar mig að grennslast fyrir hjá fleirum nokkuð sem vakti mikla furðu mína í gærkvöldi, gamlárskvöld.
Þegar búið var að skíðloga um stund í myndalegum bálkesti við Arnarvog í Garðabæ fór skyndilega að snjóa.  Fyrst hélt ég að þetta væri aska sem félli yfir okkur, því alls ekki átti ég von á úrkomu af nokkru tagi eins og veður var í gærkvöldi.  Tók eftir því að fleiri voru gáttaðir og litu í forundran til himins. Élið stóð í um 10 mínútur og snjókoman var vissulega minniháttar.
4231796779 5eb205174f.jpg

Það fyrst sem mér kom í hug var hvort bálkösturinn sjálfur hefði mögulega getað átt þátt í þessari óvæntu snjókomu.  Lítum betur á málið.  Brennur eins og við þekkjum þær á gamlárskvöld eru miklir hitagjafar.  Þær koma af stað uppstreymi loftsins og tiltölulega rakt loft nærri yfirborði dregst upp í jöðrum uppstreymisins. Málið er hinsvegar að óhugsandi er að bálköstur af þessari stærð nái að hreyfa við lofti í nokkurra km hæð. Við hefðbundinn éljagang á sér stað lóðstreymi og framköllun úrkomu í skýjum sem teygja sig hátt til himins (allavega í 5-7 km hæð).  Ekkert slíkt var á ferðinni í gær. Hins vegar má líta til þess að í hægvirðinu var greinilegur púðurreykur í lofti og í honum er gnægð af sóti en það virkar eins og  stórir þéttikjarnar fyrir þéttingu rakans.  Við þær aðstæður getur rakinn í loftinu náð að þéttast þó rakastigið sé ekki nema 75-80%.  Í venjulegu "hreinu lofti" á mettum sér ekki stað fyrr en við 99-100% raka, allt eftir framboði á þessum þéttikjörnum í lofti.  

Vel þekkt er frá iðnaðarsvæðum í N-Ameríku og á Englandi að þar geti snjóað staðbundið þó himininn sáéað öðru leyti heiður á stóru svæði.  Í breska tímaritinu Weather var nýlega lýst slíkum atburði á Suður-Englandi. Þá varð sporrækt í héraði þar sem loftmengun þykir umtalsverð. Snjóhulan kom greinlega fram á veðurtungli, en yfir Bretlandseyjum var þá háþrýstingur og alls engin úrkoma í nokkur hundruð km radíus. 

Ég hef haft spurnir af þessháttar éli við brennu á Álftanesi, eins geði drjúgt él á Ísafirði við bálköstinn þar, en líklegt má telja að sú snjókoma eigi sér eðlelegar orskakir, a.m.k. í grunninn. Á Veðurstofunni varð ekki vart við neina snjókomu í gærkvöldi, það hef ég kannað. 

Fróðlegt væri að heyra hvort aðrir hafi orðið vitni að einhverju sambærilegu við áramótabrennur í gær.

Ljósmyndin er frá því í gærkvöldi af ótilgreindri brennu á Höfuðborgarsvæðinu. Hún er fengin af myndavef Sigga.  Þarna má sjá margar glæsilegar flugeldamyndir sem teknar voru í gærkvöldi.  


 

Athugasemdir

09.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst