Mannlífsmyndir Björns Valdimarssonar

Mannlífsmyndir Björns Valdimarssonar Þó Björn sé búinn að vera að taka myndir í nokkuð mörg ár er mjög stutt síðan að hann fór að taka mannamyndir að

Fréttir

Mannlífsmyndir Björns Valdimarssonar

Þór í Saurbæ
Þór í Saurbæ

Þó Björn sé búinn að vera að taka myndir í nokkuð mörg ár er mjög stutt síðan að hann fór að taka mannamyndir að frátöldum fjölskyldumyndum. Lengi vel myndaði hann langmest úti í náttúrunni og þá ekki síst manngerða hluti í landslaginu en síðustu tvö árin eða svo hafa mannamyndir og tækifærismyndir úr daglega lífinu orðið mun stærri þáttur í hans ljósmyndun og í raun hefur hann orðið mest gaman af þeim. 
Sjá: Ljósmyndasíðu Björns

Skemmtilegast finnst honum að mynda fólk við dagleg störf og athafnir án þess að myndirnar verði of mikið uppstilltar, þó að fólk þurfi auðvitað eðli málsins samkvæmt í mörgum tilfellum að stilla sér upp fyrir myndatöku. Þá er líka spurningin um að reyna að ná góðu sambandi við það og finna rétta augnablikið. Sjálfum finnst honum ekki gaman að láta mynda mig þannig að hann skilur hvernig sumum fyrirsætunum líður. Kannski hjálpar það til.

Ágætt dæmi um afslappaða myndatöku er þegar hann heimsótti Þór vin sinn í Saurbæ í fyrrasumar og hann fór að sýna honum litskyggnur sem Hjörtur Karlsson heitinn tók fyrir hálfri öld. Var Björn með litla og hljóðláta vél, Þór vissi að hann ætlaði að taka af honum myndir, en hann varð í sjálfu sér ekki mikið var við þegar var smellt af. 

Það breytti miklu fyrir Björn þegar hann fékk litla Fuji XE-2 vél með fastri linsu sem lítið fer fyrir. Það er t.d. mjög þægilegt að vera með þess vél á ferðalögum auk þess sem hún hentar mjög vel til að taka myndir inni við.

Þessi áhugi Björns á mannamyndum og öðrum myndum úr daglega lífinu varð til þess að um áramótin byrjaði hann að halda myndadagbók og hefur hún nánast tekið allan hans ljósmyndatíma að undanförnu. 
 

Iðjusemi


Hjónin Páll Helgason og Jóhanna Eiríksdóttir
 

Kyrrðarstund 



Hafþór Rósmundsson og Kristján Róbert Kristjánsson fréttamaður á RÚV sem fæddist hér á Siglufirði 1954 er Kristján Róbertsson faðir hans var sóknarprestur í bænum

 

Farartæki fortíðar 


Sveinn Hjartar, Gulli Kalla og Guðrún Guðlaugs við Kalla og Ninni á Hring við F 200 


Menning


Listamennirnir Nancy Campell í Herhúsinu og Jón Dýrfjörð í Bláa húsinu


Næring fyrir sál og líkama


María Petra Björnsdóttir á Dalvík og Kristján Sturlaugsson í Edinborg


Besti vinurinn


Árni og hans góði vinur Patti og Guðni Sveinsson og Brúnó


Framkvæmdir 


Kristín Róbertsdóttir stendur að þessum framkvæmdum við Jóakimshúsið sem stendur við Aðalgötuna með dyggri aðstoð ættingja og vina
 

Uppbygging



Glæsileg kaffi og veitingarhús á hverju strái hér á Siglufirði


Athafnafólk



Gunni Júll í Dótakassanum og Sissa eiginkona hans með ömmustráknum Orra


Gamlárskvöld



María Petra með syni sínum Birni og systkinin María Petra Björnsdóttir og Markús Romeó Björnsson


Gleði



Róbert Guðfinnsson með Sigga í sjóstöng og litríkur andi síldaráranna


Natni



Njörður að nostra við bátasmíði sína og Óli Siggi við húsbílinn 


Bið



Jón Hólm við Bjöllurnar sínar og Þrúður Sigmundsdóttir á ferðinni



Verkin tala 


Siggi á Eyri í Himnaríki og Mikael Már Unnarsson að aðstoða Gunna Júll í Dótakassanum

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir og Björn Valdimarsson
Myndir: Björn Valdimarsson 


Athugasemdir

24.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst