Matgæðingur vikunnar

Matgæðingur vikunnar Matgæðingar vikunnar eru hjónin Skarphéðinn og Guðrún Sif

Fréttir

Matgæðingur vikunnar

Guðrún & Skarphéðinn
Guðrún & Skarphéðinn

Matgæðingar vikunnar eru hjónin Skarphéðinn og Guðrún Sif (Skarphéðinn Fannar Jónsson & Guðrún Sif Guðbrandsdóttir) 

hér kemur uppskrift af heitum rétti sem er alltaf gerður í öllum afmælum hjá okkur.


Við hjónin skorum á matgæðingana Heimi Birgis og Kötu Freys

Ostaveisla

Sveppir (ca.200gr) skornir í sneiðar og steiktir á pönnu

Skinka (ca. 6 sneiðar) skorin í bita

Skinkumyrja (1 dós)

Paprikuostur (1 dós)

Vogaídýfa m/kryddblöndu (1 dós)

Sýrður rjómi til að þynna (1 dós)

Sveppum og skinku blandað út í ostablönduna og hrært saman

Brauð rifið í eldfast mót og blandan sett yfir (hræra svolítið svo

þetta blandist vel brauðinu)

Að lokum er rifinn 1 stk. Piparostur og 1 stk. Mexíkóostur

(þessir hörðu) (enginn annar ostur er rifinn yfir)

Það er mjög gott að borða þennan rétt með rifsberjasultu

Bakað inn í ofni í 30 min við 180°



Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst