matgæðingur vikunnar
sksiglo.is | Reitir | 28.05.2014 | 12:00 | Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir | Lestrar 865 | Athugasemdir ( )
Matgæðingar vikunnar eru hjónin Kata og Heimir (Katrín Freysdóttir & Heimir Birgisson)
Hér kemur uppskrift af kjúklingarétti sem er mjög vinsæll á okkar heimili.
Við hjónin skorum á hjónaleysin, Rut Hilmars og Brynjar Harðar.
Rjómalagað kjúklingapasta
500 gr. pasta
Kjúklingabitar ( ég nota 4 bringur)
Beikon eftir smekk
1 paprika
sveppir
2 hvítlauksrif
1/2 L rjómi
Pasta soðið. Kjúklingur skorinn í bita, steiktur og kryddaður. Hvítlaukur skorinn smátt og settur saman við kjúklinginn.
Kjúklingur tekin af pönnunni og skorið beikon steikt. Beikon tekið af og söxuð paprika og sveppir snöggsteikt.
Þegar pasta er soðið er kjúkling, beikon, papriku og sveppum blandað saman við það og sett í pott eða aftur á pönnuna.
Rjómanum helt yfir og látið malla á lágum hita í nokkrar mínútur, Kryddað að vild. Borið fram með snittubrauði og
fersku salati.
Athugasemdir