Meira frá Magga Páls

Meira frá Magga Páls Þetta ljóð var gert á Nýársnótt 1994,, eftir að hafa verið með fjölskyldu minni um áramótin, og hlustað á karlakórinn Heimi í

Fréttir

Meira frá Magga Páls

Mynd / Hrólfur
Mynd / Hrólfur



Þetta ljóð var gert á Nýársnótt 1994,, eftir að hafa verið með fjölskyldu minni um áramótin, og hlustað á karlakórinn Heimi í Skagafirði syngja."Undir bláhimni". Lag erlent. Vals
 
"Æskuminning, frá Siglufirði"
 
Þegar sólin að sævarströnd hnígur
sindrar himinn sem gullroðinn sær.
Æskuminning úr öldunum stígur
um þig fjörður sem ert mér svo kær.
 
 
Fjöllin tignarleg friðsæl svo fögur
fagrar minningar vekja í sál
Síðkvöld kyrrlát, þau sögðu okkur sögur
sem við áttum úr Hvanneyrarskál.
 
  ---Millispil  ---
 
Lækjaniður og blómskrýddar breiður
breiddu út faðm sinn í fjallanna sal.
Yfir vakti blár himininn heiður
sem úr hljómaði fuglanna hjal.
 
 
 
Æskutímann við öll viljum geyma
unaðsstundir frá árunum þeim.
Eitt er víst að við öll munum dreyma
um að komast til þín aftur heim
Endurtekning
Já um að komast til þín aftur heim,
 
Höfundur, Magnús Pálsson
Árgangur 1939, fæddur að Mjóstræti 2, Siglufirði



Athugasemdir

24.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst