Metrostav
Þangað buðu þeir ýmsum Siglfirðingum og Ólafsfirðingum sem þeir hafa umgengist síðastliðin 3 ár, starfsmenn
fyrirtækja í sveitarfélaginu ásamt mökum þeirra og svo auðvitað Háfellsmunnum. Þessi veisla var talsvert frábrugðin þeim
hefðbundnu “Íslensku” veislum að því leiti að veisluföngin voru samkvæmt Tékkneskri jólahefð.
Alls voru þarna 23 réttir hverjum öðrum ljúffengari.
Kokkarnir höfðu varið löngum tíma í undirbúning, og sjálf matargerðin hófst fyrir viku hvað suma réttina varðar til að
fylgja hefðinni til hins ýtrasta, og alveg fram á síðustu klukkustund.
Ekki treystir ljósmyndarinn sér til að fara nánar út í þau smáatriði sem hann fékk um réttina, nema eitt orð ljúffengt. --
>>> Svo og slatti af ljósmyndum sem eru
HÉR. <<<
Metrostavmenn, við þökkum innilega fyrir frábæran mat og ánægjulega kvöldstund.
Frí hafði verið gefið bæði á kvöld og næturvaktinni Siglufjarðarmegin, svo allir gætu mætt í fagnaðinn.
Athugasemdir