Miðaldadagar á Gásum við Eyjafjörð

Miðaldadagar á Gásum við Eyjafjörð Helgina 15.-17.júlí frá kl. 11-17 Hvað skyldi Grettir Ásmundarson hafa verið að gera á Gásum? Hvað voru Gásir og

Fréttir

Miðaldadagar á Gásum við Eyjafjörð

Helgina 15.-17.júlí frá kl. 11-17

 Hvað skyldi Grettir Ásmundarson hafa verið að gera á Gásum? Hvað voru Gásir og hverjir komu þangað og hvað gerðu þeir? Langar þig að kynnast sögu miðaldakaupstaðarins á Gásum í Eyjafirði? 

 Á Miðaldadögunum á Gásum 15.-17.júlí er lífið á verslunarstaðnum að Gásum sviðsett fyrir gesti og gangandi. Þá verða hamarshögg eldsmiða, háreysti kaupmanna og sverðaglamur bardagamanna hluti af upplifun þeirra sem sækja Gásir heim.

Miðaldakaupstaðurinn er vel skrásettur í rituðum heimildum og fornleifarannsóknir hafa bæði staðfest það sem þar stendur og varpað nýju ljósi á þennan forna verslunarstað.

Gestir hátíðarinnar geta heimsótt tilgátusvæðið sem iðar af lífi en einnig er boðið upp á leiðsagnir um minjasvæðið sjálft þar sem hinar fornu tóftir verslunarstaðarins eru vel sýnilegar.

 Nánari upplýsingar má finna á vef Gásakaupstaðars ses www.gasir.is og á facebooksíðu hátíðarinnar, Miðaldadagar á Gásum

 

Gásir er 11 km norðan við Akureyri, afrein við Hlíðarbæ af þjóðvegi 1.


Athugasemdir

22.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst